Sigríður Guðmundsdóttir skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð.

Sigríður er 57 ára Ólafsfirðingur.

Sigríður er gift Konráði Þór Sigurðssyni vélstjóra og eiga þau þrjú börn og tólf barnabörn.

Sigríður starfar sem fjarvinnsluritari Alþingis.

Áhugamál Sigríðar eru stundir með fjölskyldunni, golf, ferðalög, útivera og að rækta líkama og sál í góðum félagsskap fjölskyldu og vina.
Einnig starfar Sigríður með Leikfélagi Fjallabyggðar og syngur í kirkjukór Ólafsfjarðar.

Félags- menninga og ferðamál eru Sigríði hugleikin og vill hún leggja sitt af mörkum til að gera bæjarfélagið enn betra og byggilegra fyrir alla.

 

 

Upplýsingar fengnar af: facebooksíðu Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar