Pistill bæjarstjóra 17. maí 2022 – Kveðja og þakkir

Um leið og ég upplýsi ykkur íbúa Fjallabyggðar um að ég hyggist ekki sækjast eftir endurráðningu í starf bæjarstjóra að liðnum ráðningartíma mínum þá vil ég þakka innilega fyrir þau tvö viðburðaríku og annasömu ár sem ég hef fengið að njóta hér í Fjallabyggð.

Ég hef á undanförnum tveimur árum fengið sem bæjarstjóri að koma að fjölda verkefna sem án efa munu móta samfélagið í Fjallabyggð til langrar framtíðar. Sumum þeirra verkefna er lokið meðan önnur eru í vinnslu og munu, ef vel verður á málum haldið, án efa gagnast samfélaginu til langrar framtíðar. Mitt mat er það að framtíð Fjallabyggðar sé afar björt enda eru innviðir hér sterkir og tækifærin til vaxtar fjölmörg og grunnurinn í því fólki sem í samfélaginu býr einstaklega góður.

Það er því óhætt fyrir mig að segja að þegar horft er um öxl að liðnum þessum tveimur árum að þá standi upp úr hjá mér sú góða og mikla viðkynning sem ég hef í starfi mínu átt við Fjallbyggðunga, starfsfólk sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa. Fyrir öll þau kynni vil ég þakka sérstaklega.

Elías Pétursson
bæjarstjóri

Mynd/Björn Valdimarsson