Ljósmyndasýningin ‘Að Ofan’ verður sýnileg á borðum veitingastaðarins Torgsins Restaurant milli kl 14:00 og 16:00 í dag. Ingvar Erlingsson ljósmyndari og drónaflugmaður verður á staðnum og segir frá myndunum.

Ekki verður afgreiddur matur á meðan á sýningu stendur en fljótandi veigar verða á ljósmynda tilboði.

Ljósmyndasýningin er með frekar óhefðbundnu sniði, sýnir Ingvar myndirnar á borðum og salernishurðum Torgsins. Myndirnar veru allflestar teknar með dróna og sýna annað sjónarhorn en almennt gerist.

Jón Steinar Ragnarsson sá um myndvinnslu og listræna útfærslu á verkum Ingvars og þeir feðgar Daníel Pétur Baldursson og Baldur Jörgen aðstoðuðu Ingvar við uppsetningu.

 

Sjá eldri frétt: Hér