Vetr­ar­sól­stöður eru í dag 22. des­em­ber, en ekki á 21. degi desember mánaðar eins og oft­ast er.

Dag­inn fer að lengja strax á morg­un, þá um ör­fá­ar sek­únd­ur og svo hraðar eft­ir það. Norðan­lands er birtu­tími um klukku­stund skemmri en syðra. Í gær 21. desember var sólarupprás á Siglufirði kl. 11:54 og sólarlag kl. 14:33.

Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur.

Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti.



Heimild: Wikipedia og Veðurstofa Íslands
Skjáskot: Wikipedia