Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur sett upp léttan ratleik á svæði Bárubrautar.

Ratleikurinn snýst um að finna 9 stikur og eru þær staðsettar í Bárubraut þar sem hvítu punktarnir eru á kortinu, sjá meðfylgjandi myndir hér að neðan.

Á hverri stiku er svo bókstafur og þegar þið hafið fundið alla bókstafina þarf að raða stöfunum í rétt lausnarorð.

Sendið svo lausnarorðin í skilaboðum á facebooksíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar og verða dregnir úr þrír heppnir vinningshafar.

Skilafrestur er til og með 23. ágúst.