Humar með eplarjómasósu (fyrir 6)

  • 500 g skelflettur humar
  • 2 gul epli
  • 50 g smjör


Sósa:

  • 2 skalottlaukar, litlir
  • 1 dl hvítvín
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1/2 stk fiskikraftur (teningur frá Knorr)
  • 1/2 – 1 grænmetisteningur frá Knorr
  • salt og pipar
  • sósujafnari

Byrjið á sósunni. Saxið laukinn og steikið glæran í olíu á pönnu (passið að hafa hitann ekki of háan, ég nota stillingu 5 af 9). Bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur. Þykkið ögn með sósujafnara. Bragðbætið með súputeningi, salti, pipar og sinnepi.

Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og skerið í smáa teninga. Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplunum í 1-2 mínútur. Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í 1 mínútu. Berið strax fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit