Fjölskyldan sem á og rekur Kaffi Klöru í Ólafsfirði, þau Ida, Bjarni, Guðmundur Ingi og Anna Kristín ætla að halda jól á veitingarhúsinu í ár í góðra vina hóp á aðfangadagskvöld.

Ætla þau að gæða sér á gómsætum jólamat og upplifa jólin á notalegan og friðsælan hátt.

Þau ætla að bjóða einstæðingum sem eiga fjölskyldur víðsfjarri að njóta jóamáltíðarinnar með sér og láta dekra við sig á aðfangadagskvöld.

Máltíðin verður þeim að kostnaðarlausu, þakka má nokkrum velunnurum úr Ólafsfirði og víðar að Kaffi Klara býður upp á þessar ljúffengu kræsingar ókeypis.

Þeir sem sjá fram á að vera einir um jólin geta skráð sig í síma 466 4044 eða sent tölvupóst á netfangið gistihusjoa@gmail.com.

Fjölskyldan ætlar fyrst í jólaguðþjónustu í Ólafsfjarðarkirkju og eru gestirnir velkomnir með.

Kaffi Klara

Myndir: Kaffi Klara