Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22.07. 2020, að ganga til samninga við Janus Heilsueflingu um langtímaverkefni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara í Fjallabyggð.

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu tengt Covid-19, hefur orðið töf á að verkefnið geti hafist.

Að öllu óbreyttu er áformað að taka upp þráðinn þegar aðstæður leyfa á nýju ári.

Lagt er til við bæjarráð að fram að þeim tíma verði heilsuefling eldri borgara efld með 50% ráðningu íþróttafræðings til að sinna líkamsrækt og hreyfingu eldri borgara.