Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa gráu tunnuna á Siglufirði á dag mánudaginn 23. desember. Gráa tunnan verður losuð föstudaginn 27. desember í Ólafsfirði.  

Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnun Íslenska Gámafélagsins losun.  

Ítrekað skal að ekki er hægt að tryggja losun ef ekki er mokað frá tunnum.

Sorphirðudagatal 2019 er aðgengilegt á heimasíðu Fjallabyggðar.

Athygli er einnig vakin á því að losunardagar geta riðlast vegna utanaðkomandi þátta eins og veðurs. Hreinsun fer þá fram við fyrsta tækifæri.

Mynd: Mikael Sigurðsson