Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Genís hf, dags. 24. september 2020, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði Genís við Gránugötu á Siglufirði.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera.

Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 24. september 2036.

Vinnueftirlitið fór í eftirlitsskoðun 10. júní 2020 og skoðaði m.a. aðstöðuna á rannsóknastofunni þar sem meðhöndlun erfðabreyttu örveranna kemur til með að fara fram.

Byggt á þeirri skoðun og upplýsingum í umsókn gerir Vinnueftirlitið ekki athugasemd við umsókn Genís hf varðandi heilbrigðissjónarmið.

Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Leyfi á pdf.
Umsögn Vinnueftirlitsins