Samantekt slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um æfingu slökkviliðs í Strákagöngum var lögð fram til kynningar á 805. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Sjá samantekt: HÉR

Bæjarráð tók undir áhyggjur slökkviliðsstjóra um aðbúnað og aðstæður sem tengjast viðbúnaði vegna jarðganga á Tröllaskaga.

Bæjarráð hvetur Vegagerðina til þess að mæta kröfum slökkviliðsstjóra í samvinnu við hann og sveitarfélagið eins og 10. gr. reglugerðar um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004 kveður á um.

Umfangsmikil æfing í Strákagöngum

Mynd/Slökkvilið Fjallabyggðar