Lagt var fram erindi frá íbúa við Laugarveg á Siglufirði á 295. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar , þar sem óskað er eftir því að við Laugarveg 8-16 verði aðeins heimilt að leggja við austurkant götunnar í stað vesturkants eins og reglur gera ráð fyrir í dag.

Ástæðan er mikil þrenging á þessum stað götunnar og erfitt að athafna sig og komast út úr bíl ef leggja á við vesturkant, nema að leggja bílnum því lengra út á götu sem þrengir hana enn meira.

Nefndin þakkar fyrir ábendinguna en sér sér ekki fært að verða við erindinu. Umferðarskilti á Laugarvegi eru í samræmi við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins þar með talið skilti sem staðsett er við suðurenda Laugarvegar, B21.11 sem bannar lagningu ökutækja meðfram gangstétt.