Í gærkvöldi voru styrktartónleikar Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði í beinni útsendingu frá Siglufjarðarkirkju.

Nákvæm tala yfir söfnunarfé liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað, en vitað er að yfir milljón króna safnaðist og uppsafnað áhorf var yfir 1.000 manns.

Strákar eru í skýjunum yfir móttökunum og þakka kærlega fyrir sig.

Hægt er að leggja Strákum lið með millifærslu í netbanka:
Banki: 0348 26 2717
Kt: 5510791209

Svo má einnig horfa á upptöku af útsendingunni á YouTube.

Forsíðumynd: skjáskot af útsendingunni þar sem Leó Ólason og Eva Karlotta fara á kostum.