Þeir frændur, Benedikt Þorsteinsson og Þór Jóhannsson hafa varið tugum klukkustunda í að safna saman boltum sem golfþyrstir kylfingar hafa glatað á golfvellinum á Siglufirði.

Sú hugmynd kviknaði hjá þeim að láta afraksturinn renna aftur til baka og þannig búa til verðmæti úr þessum frábæru kúlum.

Allt þetta ætlum við að gefa Golfklúbbi Siglufjarðar til þess að klúbburinn njóti góðs af.
Þetta eru 120 stk af 10 kúlu fötum þ.e. 1.200 kúlur. Svo er svona grams með, selt fyrir lítið þetta eru ca 3.000 kúlur í það heila.

Ætlun þeirra er að slá “3 kúlur” í einu höggi .

1. Klúbburinn styrkist fjárhagslega
2. Þú félagi færð mikið fyrir peninginn
3. Þetta er umhverfismál okkar kylfinga

Fata með 10 kúlum fæst fyrir 2.000 Kr.
Kúlur úr “gramsbala” kostar 100 Kr. stykkið.

Ef þið viljið birgja ykkur upp fyrir sumarið og styrkja klúbbinn um leið þá er þetta málið.

Hægt er að panta kúlur hjá Benna með sms í síma 618.6849 eða á messenger.

Frændurnir söfnuðu um 3.000 golfkúlum

Myndir/aðsendar