Sporfari er eins manns hljómsveit Egils Hübner.

“Þar tek ég eins konar best off af ferlinum mínum og endurgeri lögin. Lögin voru flest samin sem rokklög, sum jafnvel þungarokk, en núna eru þau synthapopp.” segir Egill.

Nýlega kom út lagið “Loforð” sem Egill samdi ca 17-18 ára (ca 1996-1997)  sem indie rokklag en það er nú eins og fyrr segir orðið að synthapoppi. Lagið er komið í spilun á FM Trölla.

Loforð er eina lagið í Sporfara catalognum sem er á íslensku, alla vega enn sem komið er.

Lagið fjallar um að koma ekki með beinagrindur inní nýtt samband og hvernig maður sér stundum ekki sólina fyrir ástinni.

“Það er oggu ponnsu sumar þarna svo mér fannst þetta vera rétti tíminn til að senda þetta frá mér. Ég hef svo gert eins konar “acoustic” útgáfu af laginu sem ég læt frá mér á næstu vikum.”

Svo bíða nokkur önnur lög klár eftir að koma út á næstu mánuðum.