Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri, nánar tiltekið í Hafnarstræti, skammt frá pylsuvagninum um klukkan 00:45 þann 17.10.2021.

Maður á sextugsaldri var að ræða við 4 menn sem endar með handalögmálum, þessi á sextugsaldri liggur eftir í götunni en nær síðan að fara í burtu.

Lögreglan er með upptöku af meintri árás en þar sést meðal annars að eitthvað af fólki varð vitni að þessu atviki og óskar lögreglan eftir að ná tali af því.

Lögreglan biður þá sem hafa upplýsingar um meinta líkamsárás að hafa samband við lögregluna í gegnum síma 444 2800, eða nordurland.eystra@logreglan.is eða senda einkaskilaboð á facebooksíðu hennar og haft verður samband við viðkomandi í kjölfarið.

Mynd/samansett