Í dag, gamlársdag kl. 17 verður send út á FM Trölla Gamlársdagskveðja frá Siglufjarðarkirkju, í umsjón Rodrigo J. Thomas, Sigurðar Ægissonar, Önnu Huldu Júlíusdóttur og Þorsteins B. Bjarnasonar.

Engar hefðbundnar guðsþjónustur voru í Siglufjarðarkirkju þessi jólin, en á aðfangadag kl. 17.00 var send út á FM Trölla Aðventukveðja frá Siglufjarðarkirkju, þar sem fram komu Anna Hulda Júlíusdóttir, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, Hörður Ingi Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Mikael Sigurðsson, Rodrigo J. Thomas, Sigurður Ægisson, Tryggvi Þorvaldsson og Þorsteinn B. Bjarnason.

Útsendingartíðni FM Trölla er 103.7 MHz í Eyjafirði, Skagafirði og á Tröllaskaga og Hvammstanga.

Svo næst útvarpsstöðin út um allan heim á trolli.is.