Nú þegar heimsfaraldur COVID-19 gengur yfir getur komið upp sú staða að starfsfólk HSN veikist, lendi í sóttkví eða geti ekki sótt vinnu af öðrum ástæðum.

Það getur leitt til þess að starfsemi viðkvæmra eininga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands raskist með mögulegu þjónusturofi viðkvæmra hópa.

Til að koma í veg fyrir þetta leitar stofnunin nú til almennings um aðstoð. Aðstoðin er fólgin í að einstaklingar sem geta og vilja, fylla út skráningarform þar sem fram kemur hvaða störfum viðkomandi getur sinnt og á hvaða starfsstöð.

Ef upp kemur sú staða að auka þurfi við mannskap tímabundið verður haft samband við viðkomandi.

Óskað er eftir fólki á skrá sem getur sinnt störfum í eldhúsi, þvottahúsi, ræstingu, aðhlynningu, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sjúkraflutningamönnum og öðrum sem vilja vera til taks ef á þarf að halda. 

Smelltu hér til að skrá þig sem bakvörð HSN.