Kjúklingasúpa

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 rauð paprika
  • 3 úrbeinuð kjúklingalæri
  • smá salt og pipar (6 hringir á piparkvörninni er passlegt)
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/4 laukur
  • 1/3 rautt chilli (sleppið fræjunum ef þið viljið hafa súpuna milda)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 dós (200 g) hakkaðir tómatar
  • 5 dl vatn
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 grænmetisteningur
  • 6 hringir á piparkvörninni
  • smá salt
  • 1-2 tsk paprikukrydd
  • 2 msk limesafi
  • 2 handfylli fersk basilika
  • 2 handfylli spínat

Hitið ofn í 200° og smyrjið lítið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið paprikuna í tvennt og takið kjarnann úr. Leggið paprikuna með hýðið upp (sárið niður) í eldfasta mótið. Saltið og piprið kjúklinginn og leggið í mótið með paprikunni. Setjið í ofninn í um 25 mínútur. Látið kólna örlítið og takið svo hýðið af paprikunni. Skerið paprikuna og kjúklinginn í strimla og leggið til hliðar.

Skerið laukinn í bita og fínhakkið chillíið. Hitið olíu í potti og steikið lauk, chillí og pressað hvítlauksrif við vægan hita. Bætið vatni, teningum, papriku, kjúklingi og tómötunum (ásamt safanum) í pottinn og látið sjóða saman. Smakkið til með paprikukryddi, limesafa, salti og pipar.

Grófhakkið basiliku og spínat og bætið í súpuna þegar hún er borin fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit