Nú er hún komin út – Er líða fer að jólum.

Sjö lög fyrir sexhent píanó – fyrsta íslenska nótnabókin sem eingöngu er með lögum fyrir sex hent píanó.  Í bókinni birtast sjö útsetningar af þekktum jólalögum.

Útsetningar laganna eru eftir Vilberg Viggósson tónlistarmann og skólastjóra Tónskólans Do Re Mi í Reykjavík.

Lögin í bókinni eru:

– Jólasnjór (Silver Bells)
– Snæfinnur snjókarl
– Bráðum koma blessuð jólin   
– Göngum við í kringum einiberjarunn   
– Hin fyrstu jól (Ingibjörg Þorbergs)   
– Aðfangadagskvöld (Gunnar Þórðarson)
– Er líða fer að jólum (Gunnar Þórðarson)

Flest lögin henta vel nemendum í grunnnámi en tvö þau síðustu eru frekar fyrir nemendur sem eru komnir um eða yfir miðnám. 

Leitast er við að hver partur snerti aðeins á laglínunni þannig að nemendur hafi meiri gleði af að leika lögin saman. Partarnir eru misléttir og geta nemendur því alist upp með bókinni frá ári til árs með því að leika þá parta sem henta hverju sinni.  Einnig getur bókin hentað vel fyrir að æfa lestur (prima vista)  fyrir nemendur sem komnir eru lengra í náminu. 

Píanónemendur hafa yfirleitt færri tækifæri til samleiks, en t.d. nemendur sem læra á hljóðfæri sem henta í lúðra- og strengjasveitum.  Það er mjög þroskandi og þjálfar hlustun þeirra að geta leikið saman í þeirri nánd sem sexhent píanósamspil býður uppá. Allir sem hafa smá grunn á píanó geta notið bókarinnar með fjölskyldu eða vinum.

Um aðra notkun bókarinnar.
Bókin hentar vel til samleiks með öðrum hljóðfærum. Laglínuhljóðfæri geta leikið secondo partinn með píanistunum og einnig er hægt að sleppa píanó secondo partinum og setja önnur hljóðfæri í staðinn.

Útsetningarnar henta einnig vel fyrir allskonar samleik annarra hljóðfæra án píanósins. 

Bókina er hægt að kaupa eða panta í Tónastöðinni í Skipholti 50/D Sími: 552-1185

eða kaupa á netinu:
https://www.tonastodin.is/notur/piano/er-lida-fer-ad-jolum-sjo-jolalog-fyrir-sexhent-piano/