Í vetur hefur hópur áhugasamra um félagsvist hist vikulega og spilað. Hópurinn ákvað að ágóðinn af spilakvöldunum rynni til góðs málefnis í Fjallabyggð. Fyrir valinu varð Félagsmiðstöðin Neon og Dagdvölin í Hornbrekku. 

Þær Jóhanna Þorleifsdóttir og Steinunn Gunnarsdóttir færðu Neon og Dagdvölinni í Hornbrekku veglegar peningagjafir, 150.000 kr. hvoru um sig. Anna Hulda Júlíusdóttir, f.h. Dagdvalar í Hornbrekku og Ríkey Sigurbjörnsdóttir f.h. Neons veittu gjöfunum móttöku.