Í Gospelmessu í Siglufjarðarkirkju í gær afhentu þau hjónin, Oddný Hervör Jóhannsdóttir og Kristján L. Möller kirkjunni afrakstur af sölu jólaskrautsins (jólaóróa) sem þau létu gera og seldu í desember síðastliðnum.

Upphæðin sem hjónin afhentu Siglufjarðarkirkju voru rúmar 3 milljónir króna eða kr. 3.277.600.

Júlía Birna Birgisdóttir formaður systrafélagsins og sóknarnefndarinnar veitti gjöfinni viðtöku.

Þessum peningum verður varið til viðhalds kirkjunnar t.d. málunar utanhúss og fleira.

Mynd/af facebooksíðu Kristjáns L. Möller