Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar útnefndi Aðalheiði S. Eysteinsdóttur Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2022.
Af því tilefni opnar hún sýningu í Ráðhússal Fjallabyggðar á Siglufirði á verkum sem hún hefur unnið á undanförnum níu mánuðum. Með sýningunni vill hún þakka þann heiður sem henni er sýndur með útnefningunni.

Sýningin opnar föstudaginn 1. júlí kl. 16.00 – 18.00 en verður opin daglega frá kl. 13.00 – 16.00 til og með 20. júlí.

Í tilefni af 10 ára menningarstarfi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2012 – 2022 kemur út vegleg bók um starfið nú í byrjun júlí og efnt verður til 6 daga afmælishátíðar sem ber yfirskriftina Frjó dagana 15. – 20. júlí.

Sýningin í Ráðhússalnum er hluti af þeirri dagskrá.