Laugardaginn 16. nóvember klukkan 16 – 17 verður haldið útgáfuhóf í Mengi á Óðinsgötu 2 í Reykjavik til þess að fagna fimm nýjum bókverkum í Pastel ritröð.

Höfundar verkanna eru afar ólíkir listamenn. Sumir eru að norðan en aðrir að sunnan.

Þau eru: Áki Sebastian Frostason, Brynhildur Þórarinsdóttir, Haraldur Jónsson, Jónína Björg Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson.
Verkin eru númer 15-19 í Pastel ritröð, sem er samstarfsverkefni listamanna á vegum menningarstaðarins Flóru á Akureyri. Hvert verk er aðeins gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Listamennirnir koma sjálfir fram í Mengi með eigin verk og verða líka á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Hófið er öllum opið og er enginn aðgangseyrir. Bókverkin verða til sýnis og sölu á staðnum.

Útgáfuhófið er fjármagnað af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Menningarsjóði Akureyrarbæjar, listamönnunum sjálfum og Flóru á Akureyri.