Lagt var fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar á 732. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar er varðar endurbætur búningsklefa í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði.

Í minnisblaðinu er þess farið á leit að bæjarráð auki fjárveitingu til verkefnisins um 12 millj.kr. en tilboð í verkið var þeirri upphæð hærra en framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir.

Bæjarráð samþykkti framlagðan viðauka.