Fulltrúar Hjartaverndar Norðurlands komu í heimsókn á heilsugæslustöðina á Akureyri fimmtudaginn 3. mars en tilgangur heimsóknarinnar var formleg afhending gjafa.

Hjartavernd Norðurlands færði heilsugæslunni að gjöf hjartalínuritstæki af fullkomnustu gerð frá Philips TC50 á hjólastandi að verðmæti 1.931.422 kr. og blóðþrýstingsmæli frá Welch Allyn á hjólastandi að vermæti 154.900 kr.

Gjafir sem þessar styðja við mikilvægt starf heilsugæslunnar og er HSN afar þakklát Hjartavernd Norðurlands sem hefur verið dyggur stuðningsaðili til margra ára.

Á forsíðumynd frá vinstri eru: Ingibjörg Lára Símonardóttir yfirhjúkrunarfræðingur svæðis, Valur Helgi Kristinsson yfirlæknir, Snæbjörn Þórðarson formaður Hjartaverndar Norðurlands, Kristín Sigfúsdóttir og Þorlákur Axel Jónsson fulltrúar félagsins, Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Sólveig H. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá HSN.

Mynd/HSN