HELGIN 30. JÚNÍ TIL 2. JÚLÍ

Lægðin sem hringsólað hefur yfir landinu frá því snemma á miðvikudag verður úr sögunni á morgun föstudag.

Ný lægð stefnir á Skotland og veldur því að hér við land verður NA-átt yfir helgina. Hægur vindur til að byrja með, en hvessir nokkuð á sunnudag, einkum þegar frá líður.

Svo merkilegt sem það kann að hljóma að þá berst til okkar hlýtt loft norðaustan úr höfum. Hlýindin skila sér sunnan heiða á sunnudag og á mánudag spáir Blika 18 stiga hita í Reykjavík og björtu sólskini.

Sjá nánar á Blika.is