Í ár hljóta 25 verkefni styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega horft til verkefna sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Tveir aðilar í Fjallabyggð hlutu styrki, samanlagt 14.010.000.

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir hlaut 5,8. milljón króna styrk fyrir markaðsrannsókn og skráningu á lækningatækjunum ChitoCare medical í Bandaríkjunum. Markaðsrannsókn sem kannar hvernig lækningatækið passar inn á markaðinn og hvernig notkun þess fellur að endurgreiðslukerfi bandaríska sjúkratryggingakerfisins.

Hið Norðlenzka Styrjufjelag hlaut 8.210.000 milljón króna styrk fyrir fyrir styrjukavíar. Hið Norðlenzka Styrjufjelag var stofnað með það að markmiði að framleiða hágæða styrjukavíar á sjálfbæran og umhverfisvænan máta úr einni verðmætustu fisktegund heims. Verkefnið snýr að hámörkun gæða styrjukavíars unnum úr hrygnum úr sjálfbæru “no-kill” fiskeldi.

Heildarfjárhæð úr Lóu 2023 er líkt og árin áður 100 milljónir króna. 

Alls bárust alls 97 umsóknir og voru þær á fjölbreyttum sviðum og viðfangsefni þeirra ólík, allt frá hugmyndum á frumstigi til stærri verkefna sem komin eru vel á veg.

Sem dæmi um verkefni sem hljóta styrk í ár eru áburðarframleiðsla, þróun matvöru úr þangi og sjávarþara á Vestfjörðum, uppbygging sjálfbærar matvælaframleiðslu á Austurlandi, þróun og vinnsla bioplasts úr hampi á Norðurlandi Eystra og samfélagsverkefnis um að nýta rafíþróttir til að efla færni á vinnumarkaði á Norðurlandi.

Verkefni í öllum landshlutum hlutu styrk og kynjahlutfall er nokkuð jafnt.

Þetta eru verkefnin 25