Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir nýtt gaman- og sakamálaleikrit eftir Guðmund Ólafsson sem einnig leikstýrir.

Áætlaðar eru 7 sýningar á leikverkinu og frumsýning verður föstudaginn 28. október nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Æfingar eru á lokasprettinum en hópurinn hefur verið við æfingar síðan í september.