Lögð fram tilboð í endurbætur á aðgengi að íþróttahúsinu á Siglufirði á 795. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkti að tilboði lægstbjóðanda Báss ehf. verði tekið. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka vegna verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

Bæjarráð leggur mikla áherslu á að verkinu verði lokið fyrir 15. ágúst 2023.