Í ljósi hertra sóttvarnarreglna verður skrifstofan í Ráðhúsi Fjallabyggðar lokuð næstu þrjár vikur. Fyrirkomulagið verður endurskoðað til samræmis við þær reglur sem þá taka við.

Fólk er hvatt til að nýta þess í stað síma, tölvupóst eða íbúagátt á vefsíðu Fjallabyggðar.

Skiptiborðið er opið alla virka daga frá kl. 8:00 – 15:00.
Á föstudögum lokar skiptiborð kl. 14:00

Símanúmer skiptiborðs er 464-9100 og þá er einnig alltaf hægt að senda póst á fjallabyggd@fjallabyggd.is

Hægt verður að panta tíma / fund hjá starfsfólki ef nauðsyn krefur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Að lokum eru íbúar hvattir til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fylgja gildandi sóttvarnaráðstöfunum í hvívetna.