Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út lista fyrir skömmu varðandi fjölda í sóttkví og einangrun í umdæminu.

Þar kemur fram að eftir póstnúmerum eru fjórir í einangrun, eftir tölum á Covid.is segir að það séu sjö í einangrun í umdæminu, svo það má draga þá ályktun að þrjú tilfellana tengjast landamærunum.

Í póstnúmeri 625, Ólafsfirði er einn í einangrun og einn í sóttkví. Þrír eru í einangrun á Akureyri í póstnúmerunum 600 og 603, einn er þar í sóttkví.

Mynd/ skjáskot úr myndbandi Magnúsar Ólafssonar.