Nýlega barst spurning í liðnum “Spurt og svarað”, spurningin, eins og hún kom frá spyrjanda er hér:

Svar okkar hjá Trölla er á þessa leið:

Vefmyndavélin á Siglufirði er í járnstaur sem stendur ofan á hitaveitutank í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Staurinn er stagaður með 3 vírstögum niður í tankinn og strekkt vel á þeim.

Í sumum vinklum sem sýndir eru frá myndavélinni, t.d. frá bensínstöðinni, er mjög mikill aðdráttur sem gerir það að verkum að öll hreyfing eða titringur á vélinni margfaldast í hlutfalli við aðdráttinn. Á myndvinklum þar sem aðdráttur er minni ber minna á þessu.

Ætlunin er að bæta við stögum efst í staurinn og vonandi tekst það þegar veður leyfir og vaskir menn fást í verkið. Við það ætti myndin frá vélinni að verða stöðugri, þótt alltaf megi búast við áðurnefndum vanda þegar veður er vindasamt.

Varðandi myndavélina í Ólafsfirði gilda sömu lögmál, minnsti titringur verður alltaf meira áberandi þegar aðdráttarlinsa er notuð.

 

Trölli.is þakkar fyrirspurnina, en vill nota tækifærið til að minna á að orðin Siglufjörður og Ólafsfjörður skal aldrei rita með “y”, ekki einu sinni í þágufalli !

Fallbeyging orðsins fjörður skv. vef Árnastofnunar: