Í dag, 14. október er fæðingardagur sr. Bjarna Þorsteinssonar tónskálds, þjóðlagasafnara, stjórnmálamanns og prests á Siglufirði í nær hálfa öld.

Sr. Bjarni er einn þekktasti Siglfirðingur fyrr og síðar og hefur oft verið nefndur faðir Siglufjarðar.

Á heiðursborgaraskjali frá bæjarstjórn Siglufjarðar 1938 er hann nefndur Conditor Urbis sem þýðir höfundur borgar.

Sr. Bjarni var fæddur á Mel í Mýrasýslu 1861 og á 150 ára ártíð hans árið 2011 var haldin hátíð á Siglufirði til að minnast þessa merka manns. Meðal annars var efnt til sýningar á sjö verkum jafnmargra málara og teiknara þar sem sr. Bjarni er viðfangsefnið.

Þær myndir koma hér á eftir.

Sr. Bjarni – Gunnlaugur Blöndal

 

Sr. Bjarni – Herbert Sigfússon

 

Sr. Bjarni – Ragnar Páll

 

Sr. Bjarni – óþekktur teiknari

 

Sr. Bjarni – Rigmor Bak Fredriksen

 

Sr. Bjarni – Örlygur Kristfinnsson

 

Sr. Bjarni – Bergþór Morthens