Fimmtudaginn 10. ágúst standa íbúar og starfsfólk Dalbæjar, heimilis aldraðra á Dalvík, fyrir skemmtilegum fjölskylduprúttmarkaði við Dalbæ kl. 13-16.

Þetta er einstakur fjáröflunarviðburður, öllum til gleði og ánægju. Þarna er að finna fatnað, skrautmuni, eldhúsáhöld, handverk, árstíðarvörur, bækur, sultur, bakkelsi og fleira. Vöfflukaffi selt á staðnum, tónlist og fjör.

Ath.: Enginn posi á staðnum. Allur ágóði rennur til endurbóta á aðstöðu fyrir íbúa heimilisins.

Allir velkomnir.

Mynd/Dalbær