Það hefur gengið á ýmsu vegna veðurs á Siglufirði og á Tröllaskaga að undanförnu.

Ýmist hefur verið í boði mikið vatnsveður eða kolvitlaust rok með tilheyrandi tjóni hjá íbúum.

En það styttir og lægir alltaf upp að lokum eins og sjá má á myndum Vilmundar Ægis Eðvaldssonar sem hann tók á rölti sínu um Siglufjörð föstudaginn 8. október, daginn eftir storminn.