Snæbjörn Áki Friðriksson skipar 12. sæti H-Listans.

“Snæbjörn Áki Friðriksson heiti ég alltaf kallaður Áki. Ég er 31 árs og hef búið á Siglufirði í þrjú ár en þá hafði ég flutt frá Reykjavík en þar býr mín fjölskylda í dag. Ég hafði oft komið til Siglufjarðar á ferðalögum og langaði mig að skoða það að flytja hingað. Það varð úr og hef ég frá upphafi fundist ég alltaf hafa átt hér heima og hér líður mér vel.

Má segja að ég feti í fótspor afa míns Áka Jakobssonar sem var bæjarstjóri á Siglufirði á árunum 1938–1942. Ég starfa í Kjörbúðinni á Siglufirði og hitti þar fullt af fólki á hverjum degi.

Mín áherslumál eru málefni fatlaðra. Ég var formaður félagsins Átaks um skamma hríð en það félag berst fyrir fólk með þroskahömlur. Ég átti stóran þátt í því að Guðni forseti er verndari félagins í dag. Ég vil að sveitarfélagið standi sig betur í þeim málefnum sem snúa að málefnum fatlaðra. Þar má nefna að aðgengi fólks með hreyfihömlur í sveitarfélaginu sé í lagi. Einnig þarf að skoða húsnæðismál og reyna að auka við atvinnuþátttöku fatlaðra í Fjallabyggð.

Ég hef mikinn áhuga á félagsstörfum, dansi og ferðalögum. Hef einnig mikinn áhuga á knattspyrnu og legg Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar lið við ýmislegt sem gera þarf þegar leikir eru. Svo má ekki gleyma ensku knattspyrnunni en mitt uppáhalds lið þar er Liverpool.

Ég og H listinn vonumst eftir stuðningi þínum kæri bæjarbúi og eins og við púllarar segum YNWA. (you’ll never walk alone)

Merkjum x við H!
Snæbjörn Áki Friðriksson
H-Listinn—fyrir heildina”.