Birna S. Björnsdóttir 46 ára, er fædd og uppalin í Ólafsfirði. Hún er gift Auðunni Guðnasyni og saman eiga þau 2 börn, Björn Ægir 17 ára og Guðrún Ósk 14 ára.

Birna útskrifaðist með BSc í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2002 og úr Diploma í Öldrun og heilbrigði frá Háskólanum á Akureyri árið 2019. Í dag starfa Birna sem forstöðumaður/hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku.

Birna hefur mikin áhuga á útiveru, skíðum, hjólreiðum og að ferðast með fjölskyldunni. Það hefur margt áunnist í Fjallabyggð á síðastliðnum árum og það þarf að halda því starfi áfram.

• Styðja við og efla fjölbreytt atvinnulíf.
• Leggja áherslu á að byggja upp fjölskylduvænt samfélag.
• Stuðla að byggingu á íbúðum fyrir aldraða í báðum
byggðakjörnum þar sem samþætt þjónusta er í boði fyrir þá sem það þurfa.