13. sæti á H-Listanum skipar Hilmir Gunnar Ólason.

Hilmir Gunnar Ólason 31 árs sjómaður.

Ég er giftur Sólveigu Önnu Brynjudóttir og eigum við saman 4 börn, elst Ásdís Ýr 11 ára Reynir Logi 10
ára París Anna 9 ára og Brynju Björk 4 ára. Við búum á sveitabænum Hlíð í Ólafsfirði og eigum 4
hunda og 32 kindur. Við rekum hundahótel á staðnum og einnig heilsuræktarstöð, Hlíð heilsurækt, sem hefur fengið frábærar viðtökur.

Ég hef alla mína tíð búið á Ólafsfirði fyrir utan nokkra mánuði á Akureyri. Ég hef starfað sem sjómaður síðan 2007 fyrst á Mánabergi ÓF og núna Sólbergi ÓF.

Ég er mikill íþrótta- og útivistarmaður. Fótbolti og crossfit eru svona mínar uppáhalds, einnig stunda
ég skotveiði og sit ég í stjórn Skotfélags Ólafsfjarðar sem og að vera í barna- og unglingaráði KF.

Ég hef nú ekki verið mikið inni í bæjarpólitík en með hækkandi aldri fer maður að hafa meiri áhuga að
hugsa um bæinn og sveitarfélagið sitt sem maður hefur alist upp í. Sjálfum finnst mér að það þurfi að
taka vel til í íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu þá sérstaklega í Ólafsfirði þar sem bæði golfskáli og
skíðaskáli hefðu gott af smá upplyftingu og tala nú ekki um blessað fótboltasvæðið.

Einnig myndi ég vilja sjá að sveitarfélagið haldi áfram með uppbyggingu á útivistar svæðum eins og
göngustígnum meðfram Ólafsfjarðarvatni.

Þess vegna þarf H listann við stjórnvöldin, settu X við H á kjördag.

Hilmir Gunnar Ólason
H-Listinn—fyrir heildina