Frá undirskrift samstarfssamningsins

Primex ehf á Siglufirði hefur gert samstarfsamning við  Brakkasamtökin – BRCA Iceland

Tilgangur samstarfssamningsins er að gefa öllum í Brakkasamtökunum sem greinst hafa með stökkbreytingu í BRCA genum, græðandi vörurnar ChitoCare frá Primex þeim að kostnaðarlausu.

ChitoCare vörurnar eru náttúrulega græðandi og hafa reynst vel í að koma í veg fyrir örmyndun.

Primex Iceland er íslenskt líftæknifyrirtæki frá Siglufirði sem sérhæfir sig í þróun á kítósanvörum fyrir fæðubótarefni, snyrtivörur, græðandi vörur og lækningatæki.