Á hverjum föstudegi frá kl. 17:00 – 19:00 eru haldnir djasstónleikar á veitingastaðnum 1862 í Hofi á Akureyri.

Föstudaginn 12. apríl verða djass tónleikar þar sem Phillip J. Doyle og Kjartan Valdemarsson spila tónlist tengda kvikmyndum.

Föstudaginn 26. apríl verða tónleikar þar sem Andrea Gylfadóttir, Phillip J. Doyle og Risto Laur flytja tónlist Ellu Fitzgerald.

Enginn aðgangseyrir en gleðistund á barnum og alls kyns veitingar í boði á 1862.