Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Sambærilegar athafnir verða haldnar víða um land á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hliðstæð athöfn fer fram víða um heim undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

“Við hvetjum þig til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem þú berð sem þátttakandi í umferðinni,”  segir meðal annars á plakati viðburðarins.

Minningarathafnir í Fjallabyggð

Slysavarnadeildin Vörn mun standa fyrir minningarathöfn í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka. Minningarathöfnin mun fara fram við kirkjutröppurnar fyrir neðan Siglufjarðarkirkju kl. 17:00 sunnudaginn  17. nóvember. Anna Hulda djákni mun segja nokkur orð og verður þeirra sem látist hafa í umferðinni minnst með einnar mínútu þögn.

Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði sendur fyrir minningarathöfn við Minningarsteininn í kirkjugarðinum kl. 14:00. Sr. Sigríður Munda, sóknarprestur mun segja nokkur orð og að því loknu verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðinni með einnar mínútu þögn. Að lokinni minningarathöfn bjóða félagskonur upp á kaffi, kakó og vöfflur í félagshúsi Slysavarnardeildarinnar að Strandgötu 23 Ólafsfirði.

Sjá einnig dagskrá á vef Samgöngustofu