Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 10. apríl voru lögð fram drög að húsaleigusamningi milli Fjallabyggðar og Sellu tannlækna ehf. vegna aðstöðu í Hornbrekku, Ólafsfirði.

Einnig var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 01.04.2019 þar sem lagt er til að Sella tannlæknar ehf. fái lækkun á skuld vegna húsaleigu í Hornbrekku frá 01.04.2018 til 01.04.2019, samtals kr. 240.000 í samræmi við drög að nýjum húsaleigusamningi.

Bæjarráð samþykkir drög að húsaleigusamningi og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir einnig lækkun á húsaleigu samtals kr. 240.000 frá 01.04.2018 til 01.04.2019. Kostnaður kr. 240.000 verður bókaður á deild 21820 og lykill 9993 sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.