Undanfarna daga hefur verið mikið vatn í Vantsdal. Hlýtt hefur verið í veðri, leysingar og vatnavextir svo miklir að áin flæddi yfir bakka sína.

Í gær fór Höskuldur B. Erlingsson inn í Vatnsdal með flygildi sitt og tók meðfylgjandi myndir sem sýna að vatn flæddi yfir tún og engi í neðri hluta dalsins.

Vatn flæddi yfir veg á nokkrum stöðum og tók jafnvel í sundur.

 

Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

 

Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

 

Þarna má sjá hross í hólmanum. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

 

Myndir birtar með leyfi höfundar.