Þriðjudaginn 22. janúar n.k. mun Google uppfæra persónuverndarstefnu sína.

Í henni segir meðal annars:

Þegar þú notar þjónustu okkar treystir þú okkur fyrir upplýsingunum þínum….

Stefnan er nokkuð löng lesning, en allir sem nota Google aðgang ættu að kynna sér hana t.d. hér.

Meðal þess sem lesendur ættu að kynna sér vel er eftirfarandi:

Við söfnum upplýsingum um aðgerðir þínar í þjónustum okkar, en við nýtum þær til dæmis til að mæla með myndskeiðum á YouTube sem þér gæti líkað. Á meðal upplýsinga sem við söfnum um aðgerðir geta verið:

  • Hugtök sem þú leitar að
  • Myndskeið sem þú horfir á
  • Skoðun og notkun efnis og auglýsinga
  • Radd- og hljóðupplýsingar þegar þú notar hljóðeiginleika
  • Kaupaðgerðir
  • Fólk sem þú átt í samskiptum við eða deilir efni með
  • Aðgerðir á vefsvæðum og í forritum þriðju aðila sem nota þjónustur okkar
  • Vefskoðunarferill Chrome sem þú hefur samstillt við Google reikninginn þinn

Ef þú notar þjónustur okkar til að hringja eða taka við símtölum eða senda og taka við skilaboðum söfnum við hugsanlega upplýsingum um símanotkun, svo sem um símanúmerið þitt, símanúmer þess sem hringdi, símanúmer þess sem hringt var í, númer sem símtal var sent í, dagsetningu og tímasetningu símtala og skilaboða, lengd símtala, leiðarupplýsingar og gerð símtala.

Skjáskot úr kynningarmyndskeiði Google