Í gær laugardaginn 25. apríl á degi umhverfis voru Siglfirðingar duglegir að hreinsa umhverfi sitt og tína upp rusl eftir veturinn.

Meðal þeirra voru þær mæðgur Hugborg Inga Harðardóttir og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir.

Fóru þær af stað í gærmorgun og plokkuðu í nokkra poka og fóru með í ruslagámana.

Sjást greinileg merki þess að íbúar hafa verið duglegir að tína upp rusl undanfarið því það hefur snarminnkað. Einnig fóru börn af leik- og grunnskólanum og plokkuðu upp rusl í nágrenninu á föstudaginn.

Þegar þær mæðgur fór um og plokkuðu rákust þær á nokkra duglega plokkara sem létu ekki skítkulda á sig fá og smelltu af nokkrum myndum fyrir Trölla.is.

Ætla þær mæðgur að taka annan rúnt eftir 3-4 vikur þegar snjóskaflarnir verða farnir og tína upp það sem á eftir að koma undan snjó.

Trölli.is þakkar þeim Hugborgu og Sigurlaugu Söru fyrir skemmtilegar myndir.

Hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri.

Allir að hjálpast að

Myndir: Hugborg Inga Harðardóttir