Meðlimir í Kvenfélagi Sauðárkróks komu færandi hendi á Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki á dögunum og afhentu veglegan snyrtistól að gjöf.

Að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur forstöðumanns Dagdvalar aldraðra mun stóllinn koma sér afar vel bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk Dagdvalar með mun bættri aðstöðu og þægindum, en stólinn er hægt að hækka og lækka og aðlaga eftir aðstæðum. Þá munu meðlimir og starfsfólk á Dvalarheimilinu einnig hafa aðgang að stólnum.

Eru Kvenfélagi Sauðárkróks færðar hugheilar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf.

Á myndinni er Stefanía Sif (lengst til vinstri) ásamt meðlimum úr Kvenfélagi Sauðárkróks við nýja snyrtistólinn.

Af skagafjordur.is