Miðvikudaginn 6. september kl. 18, mun Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir sinni árlegu sveppagöngu sem að þessu sinni fer fram í Böggvisstaðaskógi í Dalvíkurbyggð.

Guðríður Gyða, sveppafræðingur, fræðir gesti um neðanjarðarhagkerfi skóganna ásamt því hvernig greina skuli og meðhöndla helstu matsveppi. Þátttakendur safna sveppum í skóginum og fá greiningu á þeim, markmiðið er að óvanir geti stundað örugga sveppatínslu og lengra komnir bætt við þekkingu sína.

Áhugasamir mæti með hníf, körfu og stækkunargler (nú eða bara skástu gleraugun) og fjölnota mál fyrir ketilkaffið og kakó.

Best er að leggja á bílastæðinu norðan við skóginn en þaðan munu vegvísar leiða fólk að “kennslurjóðri”.

Bílastæðið á google maps:
https://goo.gl/maps/JsrgZNhfHNBYbPzJ8

Og hér er viðburðurinn á facebook, endilega deilið:
https://fb.me/e/vCCmAnplU

Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Mynd/af vef Dalvíkurbyggðar