Hafra- og speltbrauð

 • 4 d.l spelt (ég nota fínmalað)
 • 1 dl. graskersfræ
 • 1 dl. hörfræ
 • 1 dl. sólblómafræ
 • 1 dl. tröllahafrar eða haframjöl
 • 1 msk. vínsteinslyftiduft
 • 1 1/2 tsk. kúmen
 • 1/2 tsk. salt
 • 2-3 msk. hunang
 • 2 1/2 dl. vatn
 • 1 msk. sítrónusafi

 

Hitið ofninn í 180°. Blandið þurrefnum saman í skál ásamt hunangi, hellið vatni og sítrónusafa yfir og hrærið öllu rólega saman. Setjið í smurt brauðform og bakið í 35-40 mínútur.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit