Verkfall blaða- og tökumanna og ljósmyndara sem starfa á netmiðlum Sýnar, RÚV, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins hófst 8. nóvember. Þetta er fyrsta verkfall blaðamanna síðan 1978.

Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í gær. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því í dag kl. 10:00.

Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10:00 til 22:00 Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember.

Fréttamaður Trölla.is sem er skráður félagsmaður í Blaðamannafélagi Íslands ákvað að taka þátt í vinnustöðvun félaga sinna og birtir Trölli.is engar fréttir frá Gunnari Smára Helgasyni í dag.